Hátíðarnar nálgast með öllu tilheyrandi. Eitt af því sem fylgir jólaundirbúningnum er að velja sér rétta kjólinn, eða annað dress, til þess að forða sér frá jólakettinum.
Nokkrar hugmyndir og innblástur fyrir ykkur til að hjálpa til við valið á hinum eina rétta…
Þessi litli svarti
Klassískur og ætti að vera skyldueign hverrar konu. Alltaf hægt að bjarga sér fyrir horn og skella sér í þann svarta ef skyndilega kemur upp sú staða að ekkert virðist vera til í fataskápnum.
Glimmer og gamúr
Nú er tíminn til að klæðs sig upp eins og diskó kúla – og vera smart þannig!
Munstur
Skemmtileg munstur lífgja alltaf upp á tilveruna.
Litríki kjóllinn
Vertu frábrugðin öllum þessu sem gripu í þann litla svarta og fáðu þér kjól í skærum lit sem allir taka eftir!
Síðkjóllinn
Sjaldan gefst betri tækifæri á að líða eins og prinsessa í síðkjól – eða Hollywood stjörnu á rauða dreglinum! Síðkjóll er tilvalinn fyrir hátíðarnar.
En þótt gaman sé að klæða sig upp í sitt fínasta púss mega kósý fötin aldrei vera langt undan. Það svo notalegt að njóta þess að vera í náttfötunum undir teppi og lesa góða jólabók eða horfa á skemmtilega jólamynd.
Það ætti enginn að þurfa að fara í jólaköttinn í ár.
Eydís Halldórsdóttir er viðskiptafræðingur að mennt. Fædd og uppalin í Eyjum, hefur verið búsett í Reykjavík síðustu ár en býr nú í Barcelona þar sem hún stundar mastersnám og nýtur lífsins. Tíska og hönnun er hennar helsta áhugamál. Eydís er tvíburi samkvæmt speki stjarnanna, fædd í maí 1990. Mail: eydishalldors@gmail.com