Ég hló upphátt þegar ég skoðaði nýjustu línu Jeremy Scott. Sérstaklega í ljósi þess að um daginn skrifaði ég færslu um mín verstu tískuslys sem gerðust á árunum 1992-1997.
Jeremy Scott var að fíla þá tísku vel því hann hefur sótt innblástur í flippuðu klúbbamenninguna sem átti sér stað í kringum 1995.
Sjálfur segir hann:
“I was thinking a lot about 1994: going to school, getting dressed up to go to parties, the enthusiasm I had,”
Fötin eru aðallega búin til úr plasti, næloni og gervifeld og inn á milli má sjá stórar prjónapeysur og pallíettur.
Þú getur leyft myndunum að dæma 😉
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.