Black Milk er ástralskt fatamerki, löngu frægt fyrir skrautlegar leggings og skemmtilega sundboli.
Og hann Jeffrey Campbell þarf varla að kynna en þegar ég frétti af samstarfi þeirra varð ég heldur betur spennt!
Ég varð alls ekki fyrir vonbrigðum með útkomuna, enda ekki við öðru að búast af þessu samstarfi!
Jeffrey notar sínar frægustu týpur og Black milk sín vinsælustu mynstur. Skórnir koma í þremur mismundi mynstrum og fimm týpum. Nóg um að velja!
Skórnir kosta sitt eða umm 200 dollara. Það gera sirka 40.000 krónur með sendingarkostnaði og tolli.
ooooooohh ég ÞRÁI!
________________________________________________________
Fást HÉR
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.