Ég var í London seinustu helgi og fór á hina yndislegu götu Brick Lane en þar má finna aragrúa af fallegum mörkuðum með vintage og nýjum fötum.
Ég rakst ég á lítinn bás með merkinu IVORY JAR. Merkið er stelpulegt og goth í senn. Allt mjög mainstream tíska en samt öðruvísi. Ég fór fyrst og mátaði eina skyrtu, kom svo aftur og keypti hana. Kom aftur nokkrum mínútum seinna og keypti húfu, ákvað svo að fara í seinasta skiptið og labbaði út með hálsmen og peysu!
Fötin eru alls ekki dýr. Skoðaðu og verslaðu HÉR.
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.