Mikill spenningur er fyrir því að fatalínan frá tískuhúsinu Isabel Marant komi í verslanir H&M.
Biðin er senn á enda, þann 14. nóvember munu flíkurnar hanga á herðatrjám sænsku verslunarkeðjunnar.
Það eru ekki bara konur sem geta beðið spenntar því línan inniheldur einnig karlmannsföt, unglingaföt og fylgihluti.
Stjórnendur H&M kunna svo sannarlega að velja sér gestahönnuði, það er nokkuð ljóst. Að mínu mati er þetta vel heppnuð lína hjá Marant. Ég vildi óska að nokkrar af þessum flíkum myndu rata í fataskápinn minn.
Sjáið hluta úr kvenlínunni hér fyrir neðan.
Eydís Halldórsdóttir er viðskiptafræðingur að mennt. Fædd og uppalin í Eyjum, hefur verið búsett í Reykjavík síðustu ár en býr nú í Barcelona þar sem hún stundar mastersnám og nýtur lífsins. Tíska og hönnun er hennar helsta áhugamál. Eydís er tvíburi samkvæmt speki stjarnanna, fædd í maí 1990. Mail: eydishalldors@gmail.com