Hin hálf íslenska India Salvör Menuez tekur sig vel út í tískuþætti hjá bandaríska tískuvefritinu The Glamourai en þar klæðist hún couture fatnaði frá Chanel.
Farið er fögrum orðum um Indiu í greininni en þar er hún titluð leikkona, listakona og feministi með ákaflega nútímalega hugsun.
Jafnframt er hún sögð í fararbroddi ungu listaelítunnar í New York og að ekki væri hægt að finna betri músu en Indiu til að sýna couture fatnað frá Chanel þetta árið. Gaman að þessu!
Við tökum auðvitað undir hvert orð en India er sérlega glæsileg ung kona sem gaman verður að fylgjast með í framtíðinni.
Stærri myndir HÉR.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.