Tíska : IVY PARK – Sportlína Beyoncé komin í búðir

03_@2x_1940x1256

Queen B, eða Beyonce er hin fullkomna kona í augum margra. Hún virðist hafa fengið meira og minna allt í vöggugjöf sem við konur þráum.

Fegurð, einstaka hæfileika og greind. Það er ekki amalegt að kunna svo að nýta sér þetta og skapa sér líf á ýmsum sviðum en ásamt söng -og dansi hefur hún leikið á hvíta tjaldinu og hannað fatalínur.

shop-beyonce-ivy-park-collection-2

Nýverið gaf hún út umtalaða plötu sem ber nafnið Lemonade en þar er ýjað að því í fjölmörgum textum að Jay-Z rappari með meiru sem einnig er maðurinn hennar,  hafi haldið framhjá henni. Hver man ekki eftir umtalaða lyftu atriðinu fyrir nokkrum árum þar sem Solange systir Beyonce lét Jay-Z finna fyrir því með hælunum á skónum sínum á meðan Queen B horfði aðgerðarlaus á.

Hins vegar virðist Beyonce vera allt sem hún hefur sungið um í gegnum tíðina, „I´m a surviver“, því það lítur út fyrir að hún hafi fyrirgefið barnsföður sínum og heldur ótrauð áfram að skapa.
Beyonce_-Ivy-Park-Photoshoot--03-662x490

 

beyonce-ivy-park-600x400
Nýjasta verkefnið á því sviði er sportlínan Ivy Park, sem er kvenlegur sportfatnaður fyrir dansinn, ræktina eða sem svokallað streetwear. Myndirnar segja allt sem segja þarf  – Beyonce er gyðja í hverju sem er.  Sportlínan verður ekki seld í Topshop á Íslandi en hægt er að nálgast vörurnar í Topshop í London eða í gegnum Nordstrom sem sendir til Íslands.

landscape-1459435078-beyonce4

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Færsla: Tíska : IVY PARK – Sportlína Beyoncé komin í búðir