Queen B, eða Beyonce er hin fullkomna kona í augum margra. Hún virðist hafa fengið meira og minna allt í vöggugjöf sem við konur þráum.
Fegurð, einstaka hæfileika og greind. Það er ekki amalegt að kunna svo að nýta sér þetta og skapa sér líf á ýmsum sviðum en ásamt söng -og dansi hefur hún leikið á hvíta tjaldinu og hannað fatalínur.
Nýverið gaf hún út umtalaða plötu sem ber nafnið Lemonade en þar er ýjað að því í fjölmörgum textum að Jay-Z rappari með meiru sem einnig er maðurinn hennar, hafi haldið framhjá henni. Hver man ekki eftir umtalaða lyftu atriðinu fyrir nokkrum árum þar sem Solange systir Beyonce lét Jay-Z finna fyrir því með hælunum á skónum sínum á meðan Queen B horfði aðgerðarlaus á.
Hins vegar virðist Beyonce vera allt sem hún hefur sungið um í gegnum tíðina, „I´m a surviver”, því það lítur út fyrir að hún hafi fyrirgefið barnsföður sínum og heldur ótrauð áfram að skapa.
Nýjasta verkefnið á því sviði er sportlínan Ivy Park, sem er kvenlegur sportfatnaður fyrir dansinn, ræktina eða sem svokallað streetwear. Myndirnar segja allt sem segja þarf – Beyonce er gyðja í hverju sem er. Sportlínan verður ekki seld í Topshop á Íslandi en hægt er að nálgast vörurnar í Topshop í London eða í gegnum Nordstrom sem sendir til Íslands.
Vatnsberinn Marín Manda fæddist í Danmörku, er alin upp á Íslandi en hefur þó mestmegnis búið í Kaupmannahöfn á fullorðinsárum. Hún hefur starfað við ýmislegt í gegnum tíðina: markaðsmál, blaðamennsku, útvarp, hönnun og sölu. Hún hefur rekið eigin verslun og er núna í fullu námi í nútímafræðum.
Marín Manda elskar að ljósmynda, hjóla með vindinn í andlitið, þræða nytjamarkaði, skoða innanhúshönnun, ferðast á framandi slóðir og svo er hún nýbúin að uppgötva jóga. Hún er ferðalangur, mikil draumórakona og stundum einum of einlæg. Hún er líka mamma, á tvö dásamleg börn sem heita Alba Mist og Bastian Blær.
Mottó: Kýldu á það!