Sumarið á Íslandi er stutt og að sumra mati of stutt! Þess vegna eigum við konurnar að nýta þessa mánuði vel; njóta þess að fegra okkur með öllu því litríka og glaðlega sem oftar en ekki fylgir sumartískunni.
Eins yndislegt og það er að fara út á haustin og veturnar í hlýjum kápum og peysum þá er endurnærandi að geta farið í fallegan kjól og beint út í sólina.
Blómlegir kjólar sem minna á alla kjólana frá ´50-´60 tímabilinu, fléttað hár og litrík förðun er það sem tískan segir okkur að njóta í sumar.
Það sem er frábært við sumartískuna er að sniðin eru svo falleg og henta hér um bil öllum konum.
Svo er eitt mikilvægt atriði sem má aldrei gleyma: það sem er alltaf mikilvægast er að ÞÉR líði vel og að ÞÚ sért ánægð með þig hvort sem þú klæðist samkvæmt nýjustu tísku eða ekki.
Finndu sjálfa þig innan tískunnar og njóttu þín þannig!
Ef þig vantar innblástur þá mæli ég með að horfa á eins og einn þátt af Mad Men. Kjólarnir, hárið og förðunin er veisla!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.