Mig dreymir um vorið eins og alla aðra hér á landi. Hugur minn er kominn úr úlpunni og í létta jakkann.
Ég vona innilega að þessir snjóstormar og aðrir stormar verði brátt að baki og ég þurfi ekki lengur að láta mig dreyma. Ég sé mikið hvítt í spákortunum fyrir vorið og sumarið og meira segja hvítt með hvítu. Svo er gaman að hafa jakka, skó eða tösku í öðruvísi lit/stíl til að krydda smá lúkkið. Ég ætla að sýna ykkur hvað ég á við. Hvítt er ekki bara hvítt, hvítt getur verið alls konar!

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.