Nú er tískuvikan í New York í fullum gangi og fullt af hönnuðum eru nú þegar búnir að sýna almenningi hönnun sína fyrir vor og sumar 2013…
Ég hef sérstaklega tekið eftir hvíta litnum þegar ég skoða þessar línur. Það virðast flestir hönnuðir nota hann og sumir óspart. Hvítar dragtir, hvítir kjólar, hvítar prjónapeysur, hvítir skór og svona mætti lengi áfram telja. Hvítt er greinilega það sem koma skal fyrir næsta sumar.
Hér fyrir neðan má sjá klæðnað frá ýmsum hönnuðum sem eru ekki feimnir við hvíta litinn…
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.