Hver man ekki eftir þáttunum How to Look Good Naked sem sýndir voru á Skjá einum fyrir einhverju síðan. Þáttastjórnandinn var hin súper ‘gay’ og hressi Gok Wan…
….Í þáttunum reyndi Gok þessi Wan eftir bestu getu að kenna yfirleitt mjög þreyttum og sjúskuðum húsmæðrum að versla á sig föt sem létu þær ekki líta út fyrir að vera slátur í poka. Stundum gekk honum bara ágætlega og voru konurnar oft mjög flottar eftir meikóver hjá honum!
En núna hefur Gok hannað sína eigin fatalínu sem er seld í verslunarkeðjunni Sainsbury’s. Þessi lína er víst ætluð konum af öllum stærðum og gerðum en hann vill að kvelegum línum sé tekið fagnandi og ýtt sé undir þær. Þessi lína inniheldur meðal annars litríka kjóla, súper-víðar buxur og blóma-jakka. Þessi lína er ekki beint ‘groundbraking’ og frumleg en svo sem ágæt.
Smellið á myndirnar fyrir neðan til að sjá hvað Gok er að pæla:
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.