Það styttist í að hún fagni sextugsafmæli sínu en tískudrottningin og blaðakonan Carine Rotfield lítur enn guðdómlega út og er alltaf jafn chic og sexý.
Ég skrifaði um hana lítinn pistil árið 2010, sem þú getur lesið HÉR, og þá mátti sjá hana í fatnaði sem nú má teljast hæstmóðins hjá okkur í dag. En í hverju hefur hún verið frá því í haust?
Með því að skoða aðeins flíkurnar hennar í dag ætti að vera hægt að spá aðeins fyrir um tískutrendin eftir tvö ár því trendsetterinn Carine er að sjálfssögðu með vel snyrtar tærnar þar sem við erum með hælana.
Frú Rotfield klæðist yfirleitt þröngum pilsum, svokölluðum pencil skirts, en þau eru í öllum síddum hjá henni þó aldrei mjög stutt. Pilsin ná bæði niður að hné, að miðjum kálfa og svo alveg niður að ökkla.
Hún er jafnframt skotin í stuttum mittisjökkum úr góðum efnum en hún hefur sést mikið í bæði grænum og gráum silkijökkum af þessari tegund upp á síðkastið.
Svarti liturinn hefur verið áberandi í fatavali hennar og svo á hún þessi líka svakalegu hundraðþúsundkróna “Yoko Ono” sólgleraugu frá Rick Owens sem hún notar óspart. Mjög svalt.
______________________________________________________________________________________________
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.