Röndótt verður áberandi í tísku komandi sumars.
Á nýafstaðinni Rff hátíð sýndi Jör línuna sína við frábærar undirtektir en hún var að stórum hluta samansett úr röndóttum, eða á annann hátt grafískum munstrum í skalanum svart-hvítu, vel sniðnum fatnaði með klassísku yfirbragði en samt frábærlega ferskum útfærslum.
Michael Kors er á sömu nótum í sumarlínunni sinni. Þar er mikið um röndóttan og grafískan fatnað en litadýrðin heldur meiri en hjá Jör en hjá Kors er stemningin allt önnur. Hér er sterk vísun í rúmlega miðbik síðustu aldar, sixtístískuna, sportý, rokkað en líka ferskt og létt.
Báðir eiga þessir hönnuðir það sameiginlegt að halda sig á klassískum forsendum en taka það samt hvor í sína áttina með flottri niðurstöðu.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.