Glöggir lesendur hafa kannski tekið eftir umfjöllunum mínum um ljósmyndanámið í Fashion Academy…
Nú höfum við samnemendur mínir lokið þessu tíu vikna námi. Hér fyrir neðan fáið þið að sjá eitt af tveimur lokaverkefnum sem ég vann í samvinnu við stílista – og förðunarnema í skólanum.
Þema myndaþáttarins er LITIR!
Myndaþátturinn inniheldur sex myndir og eina forsíðu sem allir hafa sinn eigin lit.
Ljósmyndir: Guðný Hrönn Antonsdóttir
Stílisti: Helena Ósk Óskarsdóttir
Förðun: Jónina Ósk Jóhannsdóttir og Arna Hrönn Ágústsdóttir
Módel: Hafdís Hildur Clausen og Gabríela Ósk Vignirsdóttir
Til að skoða fleiri myndir sem ég tók í tengslum við námið, smelltu HÉR.
___________________________________________________________________________________________
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.