Að klæðast fínum skóm og fallegum fötum getur fyllt okkur af sjálfsöryggi og ánægju, jafnvel eiga fallegir skór það til að trylla okkur og kæta, sérstaklega þegar kemur að okkur konum – þá getur fallegt skópar örvað hjártsláttinn verulega.
Og þú bara verður að eignast skóna, finnur hinar ýmsu ástæður fyrir því hvers vegna þú verður að eignast þetta skópar. Oohh.. þeir færu svo vel við nýja kjólinn, yrðu svo flottir við gallbuxur og leðurjakkann, já, fallegir skór eru algerlega og hreinlega ómótstæðilegir.
Net-A-Porter gerði þessa litlu stuttmynd um skó, þar sem fyrirsætur, fatahönnuðir, leikkonur og annað þekkt fólk úr tískubransanum er einfaldlega spurt hversu mörg pör af skóm átt þú heima hjá þér?
Svörin eru ansi misjöfn eða allt frá 25 skópörum, upp í 350!
Það er alveg ljóst að þegar kona á yfir 50 skópör þá þarf að sérhanna skóherbergi fyrir öll skópörin.
Hefur þú spáð í hvað átt þú mörg pör af skóm?
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.