Þegar kemur að tísku og hönnun er ég talsvert mikill fortíðarfíkill.
Mögulega af því ég var alltaf undir sterkum áhrifum frá ömmu minni sem var á hátindi fegurðar og frægðar sinnar milli 1950 og 1960. Söng með hljómsveitinni Öskubuskum, alltaf í hreinlega dásamlegum kjólum, heimilið fullt af dönsku tekki og annari dýrðarhönnun.
Ég kemst heldur ekki yfir það að mér finnst kvenlegri fegurð gerð svo einstaklega góð skil í tískustraumum þessa tíma og karlmennirnir? Já maður minn!
Hér fyrir neðan er gott safn af myndum frá fólki fortíðarinnar sem hafði þetta tvennt, bæði klassa og þennan x- faktor. Myndirnar eru flestar frá árabilinu 50-60 en sumar frá öðrum tíma. Allar eiga þær það þó sameiginlegt að fólkið er ofursvalt.
Paul Newman slakar á í bátsferð um Feneyjar, 1963
Elspeth Beard, skömmu eftir að hún náði að verða fyrsta enska konan sem fór á mótorhjóli hringinn í kringum jörðina. Ferðalagið tók 3 ár.
Marlon Brando í prufu fyrir “Rebel Without A Cause” (1955).
Strákar í Chicago (1941)
Kjólarnir, hálsmálin, hárið, svona var tískan 1950-60
Audrey Hepburn mætir til frumsýningar, 1953
Gömul fjölskyldumynd frá upphafi síðustu aldar, góðir vindlakallar með smekk fyrir loðfeldum.
Sigourney Weaver í jakkafötum.
Boxgellur á þaki húss í Los Angeles – Mjölnir hvað? (1933)
ShaÁ þessum tíma þótti strákum bara töff að dansa – Líka litlu töffurunum (1950)
Clint Eastwood, einn sá alsvalasti, með Olive Sturgess og Dani Crayne í San Francisco, 1954
Kvennaljóminn Ernest Hemingway (1923)
Uppruni smáskilaboðanna (1944)
Sean Connery slakur á sófanum sínum
“Þeir greiddu í píku” söng Bo með Brimkló – Grease gengi í NYC, 1950
Caroline Kennedy strollar hér sem lítill forystusauður meðan pabbi hennar, John F. Kennedy passar dúkkuna (1960)
Kanadíski forsætisráðherrann Pierre Trudeau með ríkisstjórn sinni – 1968.
Diana Rigg (Olenna Tyrell úr Game of Thrones) 1967
Þrír snillingar á Jamaíka stilla sér upp fyrir ljósmyndara
Á skautum skemmti ég mér (1937)
Bissnissmaður lifir tvöföldu lífi sem graffari
Gagnfræðaskólatískan í Life Magazine (1969)
Leðurklædd rokkpía á Englandi. Þessi fær fullt hús stiga fyrir kúlheit!
Frank Sinatra stígur út úr þyrlu með drykk í hönd.
Dean Martin & Angie Dickinson á setti við tökur á Rio Bravo, 1959
Dama með ritvél og sígó
Smart par í London (1963) Kjóllinn er æðislegur.
Fyrirsæta stillir sér upp á Union Square, New York (1953)
Queen Elizabeth og Prince Phillip á veiðreiðum (1968)
Muhammad Ali í stórborginni
Sean Connery yfirgefur íbúð sína í London (1962)
Michael Caine hinn ungi, 1959
Brigitte Bardot heimsækir Pablo Picasso á vinnustofuna rétt utan við Cannes, 1956
Þetta var eflaust sjaldgæf sjón upp úr 1950 en þetta par dansar bara Be Bop af hjartans list meðan allir horfa á. Gullfallegt!
Cary Grant 1950’s ofur svalur í jakka, vesti og frakka, með hatt og ðe vörks.
Á einhvern hátt er allt þetta fólk talsvert ólíkt þeim stjörnum sem unga fólkið lítur upp til í dag. Það væri draumur ef sambærileg fágun, klassi og kúlheit myndu aftur detta í hringiðu tískustraumanna. En svo má auðvitað hver og einn velja fyrir sig hvað þeim finnst smartast. Það er enginn að stoppa okkur í fylla fataskápinn af fágun og fara út í daginn með hatt og hanska þó að það kæmi líklegast nokkuð spánskt fyrir sjónir á farsímaöldinni.
En í alvöru, ef þessi trend verða aftur “mainstream” þá mun ég skála í kampavíni!
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.