Í fyrra tók ég saman árið 2010 og fór yfir tískuna, hárið, förðunina og allt sem því tengist…og tíminn er sko fljótur að líða! Nú er árið 2011 á enda og ég gerði það sama fyrir þetta ár. Kíkjum á hvað gerðist…
Klæðnaður
‘Color blocking’ var aðal trendið á árninu en þá er andstæðu litum blandað mjög skemmtilega saman. Þetta trend varð svo gríðarvinsælt á rauða dreglinum.
70’s stemmning var áberandi á tískupöllunum þetta árið- stórir hippalegir hattar, skyrtur og víðar buxur. Lovely!
Munstur og aftur munstur! Hönnuðir og stílistar héldu áfram að blanda mismunandi munstri saman, doppur við rendur og bananar við blóm… hressandi!
Fjaðrir í öllum regnbogans litum urðu massa ábernadi á árinu. Fjaður-pils, fjaður-kjólar, aukahlutir skreyttir fjöðrum og fleira….ótrúlega fallegt!
Snákamunstrið kom aftur ‘inn’ við misjafnar undirtektir… og ég er alveg á báðum áttum með þetta!
Guli liturinn var bókað litur ársins 2011 og vonandi verður hann áberandi eitthvað áfram…frábær litur sem gaman er að klæðast!
Skór
Pinnahælar eru aftur ‘the thing’ þó að margar kjósi bara að halda sig áfram við breiðu og þægilegu hælana sem hafa einnig tröllriðið öllu undanfarið.
90’s tískan er eitthvað aftur að detta inn hægt og rólega- þykkbotna skór, ‘choker’ hálsmen og netasokkabuxur! Já eða nei?
Miu Miu glimmer skórnir slógu í gegn enda bííjútífúl. Núna vilja allir glimmerskó…en ég vil bara Miu Miu glimmerskó. COME TO MAMA!!!
Allar blogg-skvísurnar byrjuðu að slefa yfir Isabel Marant strigaskónum sem Beyoncé klæddist í einu myndbandi sínu seint á árinu. Skórnir eru með földum fylltum hæl, þannig að þú getur verið mega pæja en samt í strigaskóm…sneddí! Skórnir kosta um 60 þúsund þannig að stelpurnar munu örugglega halda áfram að slefa út næsta ár.
Aukahlutir
Kisulaga sólgleraugu. Orð eru óþörf…svooo fínt!
‘Clutch’ töskur í staðin fyrir risa hippa-töskur. Stelpur fóru að skipta meira yfir í nettari töskur, þá helst kassalaga og þunnar sem smella auðveldlega undir hendina. Þægilegt og flott!
Proenza Schouler átti tösku ársins 2011 held ég. Þessi var ótrúlega áberandi á árinu og kom í ótal litum og útgáfum, sem dæmi – iPad hulstur, tölvu-taska.
Neon liturinn varð áberandi í skarti, aukahlutum og förðun og verður pottþétt áfram út árið 2012. Skærbleikar varir, JÁ TAKK!
Förðun og hár
‘Stilletto nails’ eða norna-neglur eins og ég kýs að kalla þær urðu nokkuð áberandi á þessu ári. Ég held reyndar að þær eigi eftir að ná hámarki á árinu 2012, sjúklega kúl en alls ekki svo praktískar.
Þykkar augabrúnir sáust á óteljandi tískupöllum þetta árið eins og árið áður. Náttúrlegt og fallegt trend sem allir púlla.
‘Shatter’ naglalökkin tröllriðu snyrtivöruverslununum um allan heim. OPI steig fyrst á svið með þessi flottu lökk en þau seldust fljótt upp hér á landi. Í dag er úrvalið svo endalaust og það er hægt að fá svona ‘Shatter’ lökk frá fleiri merkjum og í öllum regnbogans litum.
Chanel sló í gegn með olíulakkinu sínu (Péridot) á árinu en Chanel er orðinn algjör naglalakksrisi!!
Lancome ‘Doll eyes’ maskarinn fékk mikla athygli enda eyddi Lancome miklu púðri í auglýsingaherferðir fyrir þennan dúkkulega maskara. Mæli með þessum!
‘Sif cosmetics’ vörurnar hafa svo sannarlega komið sterkar inn á árinu en margar íslenskar konur (þar á meðal ég) virðast vera alveg ‘kreisí’ í húðdropana og nýja rakakremið.
Liðað hár hefur verið mikið ‘inni’ síðastliðna mánuði en stelpur virðast sækja svolítið í þetta ‘vintage’ lúkk. Þá kemur nýja Weaver járnið sterkt inn en það mun örugglega ná hámarki á árinu 2012. Verð að fara að splæsa í eitt svona til að koma mér í ‘old Hollywood’ glamúr fílinginn.
Í fréttum
Nokkrir frægir einstaklingar féllu frá á árinu þar á meðal tískufyrirmyndin Elizabeth Taylor. Einnig lést Amy Winehouse á þessu ári en það stoppaði ekki Fred Perry til að setja flíkur á markað sem Amy sjálf hannaði (reyndar ljótar flíkur að mínu mati).
Hönnuðurinn John Galliano lenti í óskemmtilegu atviki á bar á árinu en hann var víst of drukkinn og lét ófalleg orð falla í garð gyðinga. Ferillinn hans er víst eitthvað í skítnum núna enda ekki skrítið. Kjáni!
Vinsældir Lady Gaga hafa ekki dvínað neitt á árinu en söngdívan birtist á 36 tímaritaforsíðum um allan heim á árinu 2011. Geri aðrir betur!
Brúðkaup, brúðkaup, brúðkaup…og brúðkaup! Villi giftist Kate eins og allir vita en brúðurin klæddist glæsilegum Alexander McQueen kjól á stóra deginum. Svo gekk Kate Moss líka í það heilaga en hún klæddist John Galliano kjól.
Og talandi um Alexander McQueen en þá var sett upp mögnuð sýningin til heiðurs honum á Met safninu í New York.
Svo sameinuðu H&M og Versace krafta sína og gerðu skemmtilega og litríka línu sem seld var í nokkrum H&M búðum um heiminn. Fólk virtist nokkuð hrifið af línunni enda seldist hún upp á einhverjum hálftíma…jáhá, róum okkur.
Kanye West prumpaði á sig þegar hann reyndi að breytast skyndilega í mega flottan fatahönnuð. Frekar sniðlausar og óklæðilegar flíkur að flestra mati.
Og já…Lindex! Íslendingar misstu sig smá yfir Lindex og tæmdu verslunina eins og enginn væri morgundagurinn á einhverjum mettíma. Allir sveittir á efri vörinni með barnaföt út árið í fanginu.
Söngkonan Lana Del Rey hefur náð miklum vinsældum á árinu. Einstök rödd og ágætis tónlist.
Beyoncé kjellingin tilkynnti að hún væri preggó en fólk fór að efast eitthvað um að það væri satt eftir að það náðust myndir af henni að beygja sig. Þá þótti bumban krumpast eitthvað óeðlilega. Sumir vildu þá meina að hún hefði fengið staðgöngumóður til að ganga með barn sitt til að hlífa eigin líkama….guð ég nenni ekki einu sinni að pæla í þessu.
Já, já. Eigum við ekki bara að segja þetta gott? Árið hefur verið viðburðaríkt og þetta eru aðeins fáein atriði sem mér datt í hug. Vona að það næsta verði ofur-svalt og gott hjá þér og þínum. Gleðilegt nýtt ár!!!
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.