Alltaf er verið að predika að maður eigi að reyna að skapa sér sinn eign stíl og klæðast því sem að manni líður best í. Það finnst mér besta mál, en svo þess á milli les maður að ákveðnir hlutir séu, til dæmis, inni eða úti, rokkaðir eða rotnir og heitir eða kaldir…
…Auðvitað kemst eitthvað í tísku og verður mjög áberandi en þá þýðir það ekki að allt annað sé alls ekki í tísku og geti ekki verið í lagi.
Eins og til dæmis las ég einhverstaðar að fylltu hælarnir væru alveg málið og því mætti leggja pinnahælana á hilluna því að þeir væri ekki alveg að gera sig. Því er ég svo ósammála. Já fylltu hælarnir hafa verið mjög áberandi og flottir unadanfarið (reyndar í mjög langan tíma núna) en það þýðir ekki að það sé ekki hægt að gera pinnahælana vel! Síður en svo.
En um daginn sá ég svo einn ‘spekúlantinn’ vera að tjá sig um að ‘nude’ varir væru í tísku núna (mjög sammála) en rauðu væru þá ekki alveg að gera sig. Það finnst mér eitt mesta bull sem ég hef heyrt, hvernig geta klassísku rauðu varirnar ekki verið ‘inni’?
Sjálf tel ég að það sé allt leyfilegt, það fer bara eftir því hvernig það er gert. Það er lítið mál að klúðra flottum trendum en það er ennþá minna mál að gera eitthvað flott sem er ekki endilega það ‘heitasta’ akkúrat núna.
Annað dæmi sem að lét mig hrista hausinn, þá stóð að nú væri liðað hár flott þannig að sléttujárnið mætti fjúka. Það finnst mér frekar steikt, allavega myndi ég ekki nenna að vera með liðað hár alla daga af því að það er í ‘tísku’. Rennislétt hár og rauður varalitur er bara mjög fab að mínu mati!
Það er ekkert meira pirrandi að lesa að nýji varaliturinn manns sé ekki kúl eða klippingin manns úrrelt (aðallega þegar hún er það ekki). Aaaarg, skamm á þá sem alhæfa svona. (Geri það örugglega stundum sjálf en ætla að passa mig extra vel núna.)
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.