Nú er haust. Ég elska kósý klæðnað og kaffi að hausti til, að rölta niður í bæ og setjast niður í bröns á sunnudegi í einhverjum flottum og þægilegum fatnaði.
Ég hef verið að safna myndum í albúm á Pinterest af fötum, skarti, fylgihlutum og skóm sem passa vel fyrir haustið. Það eru þessir klassísku jarðlitir sem eru vinsælir og stórir treflar/klútar og stígvél.
Hér er afrakstur leitar minnar að hinu fullkomnar haustlúkki.
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.