Skart og hvers kyns fylgihlutir hafa sjaldan verið eins áberandi í tískunni eins og um þessar mundir enda mjög einfalt og ódýrt að krydda heildarlúkkið með töskum, treflum, sokkabuxum og já… skarti – til dæmis hringum!
Þú getur líka notað flott naglalakk til að gera fingurna meira áberandi og þá ertu orðin ansi fín með lítilli fyrirhöfn -og alls ekki vera hrædd við að bera marga eða of stóra hringa.
Ég átti skemmtilegt samtal við gullsmið um daginn. Hún sagði að skart konunnar væri oft vottur um karakterinn. Sú sem “þorir” ekki að bera stóra skartgripi er kannski kjarklaus á fleiri sviðum?
Við erum aldrei “of” skreyttar eða fínar, lífið er of stutt til að hugsa þannig…
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.