Úrvalið hjá H&M er frábært þetta vorið. Það er einhvernvegin þannig með þetta sænska ofurveldi að ýmist er maður yfir sig hrifin eða bakkar út úr búðinni eftir ‘seasonum’.
Nú er ég mjög sátt við það sem er í boði í H&M og hlakka mikið til að komast úr landi á vordögum með kortið á lofti. Úrvalið er fjölbreytt og áhrifa frá ýmsum áttum gætir í hönnuninni. Litavalið er líka að gera sig fyrir okkur íslendingana sem virðumst alltaf laðast meira að dempuðum jarðlitum. Þarna má t.d. sjá frábært úrval af hrikalega flottum mittisjökkum og meiriháttar flotta klúta svo eitthvað sé nefnt. Mynstrin eru líka mjög smart á mörgu þarna en allskonar mynstur þykja hæstmóðins í dag.
Ég setti saman HM lookbook sem þú getur flett í gegnum. Smelltu í hornið vinstra megin á gráu stikunni hér fyrir neðan til að kalla upp ‘Fullscreen’ mynd.
[book id=’10’ /]

Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.