Þau voru gleðileg tíðindin sem biðu mín þegar ég fletti í gegnum samskiptamiðlana í morgunsárið!
Það er orðið árlegt verkefni hjá H&M að gefa úr sérstaka fatalínu í samstarfi við hátískuhönnuð. Nú hafa þeir kynnt til sögunnar nýjasta samstarfið sem verður við Balmain Paris, hvorki meira né minna!
Til liðs við sig fengu H&M Kendall Jenner til þess að tilkynna fréttirnar en hún gekk rauða dregilinn á Billboard tónlistarverðlaununum með Jourdan Dunn og yfirhönnuði Balmain, Olivier Rousteing. Þegar Kendall var spurð út í klæðnað sinn var svarið “Innblásturinn er nýja lína Balmain og H&M”. Í kjölfarið birti tískuhúsið svo tilkynningu varðandi verðandi samstarf. Skemmtilegt! Ég hefði líka alls ekkert á móti þessu lúkki sem hún Kendall klæðist!
H&M x BalmainParis línan er væntanleg 5. nóvember 2015
Eru fleiri spenntir en ég?
Eydís Halldórsdóttir er viðskiptafræðingur að mennt. Fædd og uppalin í Eyjum, hefur verið búsett í Reykjavík síðustu ár en býr nú í Barcelona þar sem hún stundar mastersnám og nýtur lífsins. Tíska og hönnun er hennar helsta áhugamál. Eydís er tvíburi samkvæmt speki stjarnanna, fædd í maí 1990. Mail: eydishalldors@gmail.com