H&M hefur sett saman nýja línu sem er ekki bara flott heldur styður hún einnig gott málefni.
Þetta er í fimmta skiptið sem H&M setur saman línu til styrktar málefni sem vinnur að því að láta ungt fólk vera meira meðvitað um öruggt kynlíf og þannig minnka líkurnar á alnæmi. 25% af ágóðanum af hverri seldri flík fer í þetta málefni.
Línan verður í þrjúhundruð H&M búðum um allan heim frá morgundeginum 26. apríl. Ef þú ert svo heppin að vera á þessum tíma í H&M landi geturu gripið þér nokkrar flíkur. Fyrir okkur hin sem erum ekki eins heppin kemur línan líka til með að vera á netsíðu H&M.
Línan í ár er hönnuð með innblæstri frá allskonar ólíkum löndum, grænleskt og afrískt munstur eru áberandi í allt frá fallegum fringe bolum, dip-dye stuttbuxum, poncho, skóm, skartgripum og meira segja iphone-hulstrum. Væri alls ekki slæmt að fá sér eitthverjar flíkur úr þessari línu fyrir sumarið. Persónulega finnst mér þetta ein besta línan sem komið hefur frá H&M.
Hérna er smá “preview” …
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.