Ég sá einu sinni mæðgur í verslun, stelpan var á að giska 15 ára, klædd í rifnar gallabuxur og risa stóran Iron Maiden bol.
Mamman var nú ekki ánægð með átfittið og var að reyna troða uppá greyið stelpuna bleikum rjómabollu kjólum sem sú unga var nú ekki ánægð með!
Lengi hefur tíðkast að aðeins karlmenn gangi í bol með mynd af uppáhalds hljómsveitinni sinni en nú er farið að aukast að stelpur geri slíkt hið sama.
Það þarf ALLS ekki að vera eitthvað “karlmannlegt” eða “subbulegt” að vera í hljómsveitabolum.
Ef þú klæðir þig skemmtilega í kringum hann geturu alveg verið jafn kvenleg og Marilyn! Þá ertu bara svolítið rokkaðari, sem má alveg!
Þau sem þekkja mig vita að ég á sirka milljón hljómsveitaboli.
Ég nota þá við fín pils og fínan jakka, við gallastuttbuxur, háa hæla og auðvitað ALLTAF með varalit!
Við erum líka rokkarar. Rokk on!
___________________________________________________
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.