Þó að heilt haf og heimsálfa aðskilji Ísland og Ástralíu er ekki mikill munur á skvísunum þar og hér…
… nema hvað að stelpurnar í Ástralíu hafa kannski tækifæri til að klæða sig svolítið léttar. Reyndar blanda þær þessu öllu nokkuð skemmtilega saman. Loðhattur, peysa og pils eða magabolur og smoking jakki eins og hjá skvísunni hér að ofan.
Þessa dagana stendur yfir tískuvika í Sidney, Ástralíu en myndirnar voru teknar þar fyrir Elle. Flottar…
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.