Ég var aldrei neitt sérstaklega hrifin af Siennu Miller fyrr en ég sá hana í Alfie (2004) þar sem hún lék tryllingslega flotta kærustu Alfie Elkins, leikinn af Jude Law.
Mér finnst Sienna með eindæmum smekkleg kona. Hún er óhrædd við að nota munstur og liti en tekst samt að halda í klassíska stílinn sinn.
Eins kann ég vel að meta þetta náttúrulega útlit; hárliturinn er ekki of langt frá hennar náttúrulega lit og hún leggur mikið upp úr einfaldri förðun sem og frísklegri húð.
Mér finnst henni alltaf takast vel til með klæðaval fyrir rauða dregilinn og einnig þegar kemur að hversdagslegum klæðnaði.
Það er ekkert að því að taka Siennu Miller sér til fyrirmyndar.
Breskur stíll eins og hann gerist bestur!
Langar þig í frísklegt og náttúrulegt útlit? Hér eru 4 leiðir til að ná því.
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.