Hérlendis er ekki algengt að sjá karlmenn með flottar og leðurtöskur – svipaðar þeim og við konur göngum með. Sú sjón er hins vegar mjög algeng í mörgum löndum Evrópu, til dæmis í Frakklandi og á Ítalíu. Þar er nokkuð algengt að sjá herramenn með flottar handtöskur frá stóru tískuhúsunum, til dæmis Chanel, Hermès, Louis Vuitton og Prada.
OG HVAÐ KOSTAR ÞETTA NÚ?
Að sjálfsögðu kostar þetta skildinginn… en viti menn. Það merkilega við þessar dýru og vönduðu töskur frá stóru tískuhúsunum að þær auka verðgildi sitt með tíð og tíma! Þær er hægt að selja á E-bay og verðið verður hærra eftir því hversu sjaldgæf taskan er. Hafi verið gerð fá eintök af töskunni og hún tilheyrði sjaldgæfri framleiðslulínu sem er löngu uppseld getur verðið orðið bara hreint ansi gott.
HVER ER HANN ÞESSI LOIS VUITTON?
Uppháhaldshönnuður margra evrópskra karlmanna er Louis Vuitton. Þessi mikli tískurisi fæddist í Frakklandi árið 1821 og hóf rekstur árið 1854. Fyrirtækið heitir í dag Louis Vuitton Moet Hennessy og snýst um tísku og áfengi.
Það var hins vegar ekkert svoleiðis í upphafi því fyrirtækið framleiddi bara flotta trukka – risabíla sem voru í þá tíð mikið tískufyrirbæri og stöðutákn þeirra sem keyrðu um á einum slíku.
Stöðutáknið hefur einkennt vörumerkið og það er draumur margra að eignast fallega Louis Vuitton tösku sem fylgir þeim ævina á enda. Eða ekki – fyrir þá alhörðustu sem kjósa að selja dýrgripina sína á E-bay.
Guðrún Gunnarsdóttir er menntuð í viðskiptafræði en hefur lengst af starfað í tískubransanum. Nú rekur hún heildsölu ásamt eiginmanni sínum. Hún er sérlegur unnandi Parísarborgar en þangað fer hún nokkrum sinnum á hverju ári. Guðrún er hrútur, fædd 1976.