Afleitar peysur að hætti Bill Cosby eru hreint dásamlegt fyrirbæri en afleitar jólapeysur eru enn betri.
Nú er svo komið að jólapeysur eru orðnar að einskonar költi og hönnuðir á borð við Stellu McCartney hanna þessar líka dásemdar jólapeysur. Þær eru fyndnar, krúttlegar og sniðugar, en sumar auðvitað hreint hörmulegar.
Víða um veröldina hafa myndast allskonar jólapeysuklúbbar sem hittast yfir hátíðarnar og þá slær sá í gegn sem sportar villtustu jólapeysunni.
Hér er nokkuð gott úrval sem ætti að minnsta kosti að gefa góðar hugmyndir að næsta jólapeysupartý, – ef þú ert þá ekki bara að halda það núna í kvöld?
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.