Það er stór dagur hjá sænska tískurisanum H&M í dag því í dag kom lína Alexander Wangs í verslanir sem ég sagði ykkur frá hér.
Ég er svo ansi “óheppin” að ein af tveimur H&M veslunum hér í Barcelona sem selur Alexander Wang línuna er einmitt á leið minni í og úr skólanum. Labbandi heim úr fjórða prófi vikunnar fannst mér ég eiga það fyllilega skilið að líta við og skoða, snerta og jafnvel kaupa eina flík úr línunni.
Raðirnar, skipulagið og öryggisgæslan í kringum eina línu. Jahérna hér! Ef ég vissi ekki betur hefði ég haldið að konungsborinn einstaklingur væri staðsettur í búðinni.
Línan var þó eins og ég bjóst við, sportleg, sérstök og ansi litlaus. Sumar flíkurnar örlítið stórar og klunnalegar og ekki fyrir minn smekk, aðrar voru virkilega töff að mínu mati.
Að þessu sinni fengu tvær AW að fylgja mér heim:
Það er svo skemmtilegt við það að versla sér flíkur hannaðar af háklassa hönnuði, hvað þá þegar verðið er viðráðanlegt!
Eydís Halldórsdóttir er viðskiptafræðingur að mennt. Fædd og uppalin í Eyjum, hefur verið búsett í Reykjavík síðustu ár en býr nú í Barcelona þar sem hún stundar mastersnám og nýtur lífsins. Tíska og hönnun er hennar helsta áhugamál. Eydís er tvíburi samkvæmt speki stjarnanna, fædd í maí 1990. Mail: eydishalldors@gmail.com