Í hádeginu í gær var bloggurum og öðru fjölmiðlafólki boðið í veglega og skemmtilega jólaveislu hjá Bestseller þar sem verslanir þeirra kynntu hluta af vetrarlínu sinni
Bestseller á og rekur Vero moda, Selected, Vila, Jack and Jones og barnafatabúðina Name it. Það er óhætt að segja frá því að vetrarlínurnar í ár eru algjört gúmmulaði bæði fyrir líkama og sál. Undurfagrar flíkur héngu á slám, hverri annari fegurri! (Já ég veit..er alveg kaupóð og þá sérstaklega þegar kemur að fatnaði svo ég naut mín vel í þessu boði).
Það sem gleður einnig þessa sömu kaupsjúku konu er hvað verðið er fáránlega gott í öllum þessum búðum.
Fötin eru ekki bara falleg, þau eru einnig á æðislega fínu verði þannig að buddan grætur ekki þó maður leyfir sér eina og eina ofur fallega flík. Það voru ófáar flíkur sem skelltu sér á óskalista minn fyrir þessi jól og langar mig að sýna þér nokkrar af þeim
Byrjum á því að kíkja á smá brot af jólalínu Vila. Vila er að mínu mati alveg frábær verslun, þarna get ég alltaf gengið inn og fundið föt sem eru bæði þægileg, klæðileg og verulega smart!
Þessi kjóll er algjört konfekt fyrir augað. Taktu eftir mynstrinu og litunum. Þetta er kjóll sem hægt er að klæða bæði upp og niður. Hægt er að vera í honum einum og sér með fallegt skart eða nota hann við gallabuxur, leðurbuxur eða leggings. Sem sagt alveg dásamlegur! (Vila 6.490.- kr.)
Það er bara eitt orð yfir þennan samfesting og það er GORDJÖSSS (Vila 8.490.- kr.)
Það sést á þessum kjól hvað hann er þægilegur. Þar sem ég er alltof mikið í svörtu langar mig í einn svona gráan kjól til að hressa örlítið upp á fataskápinn. Það er ekkert betra en flottur kjóll sem er ekki bara fallegur heldur líka súper þægilegur. (Vila 7.490.- kr.)
Fátt fallegra en þessi dásemdar flík! Sjáðu litasamsetninguna. Ég er kolfallin fyrir þessum kimono því hann setur smá lit á minn svarta fataskáp. Fínlegir litir án þess að vera mjög áberandi og það er það sem ég fíla hvað best. Lov it!! (Vila 7.990.- kr.)
Auðvitað sá ég miklu miklu fleiri flíkur í Vila sem mig langar í en ég ætla að færa mig yfir í næstu búð og sýna þér hvað ég féll fyrir þar.
Vero Moda, ó Vero Moda!
Þykk, mjúk og djúsí peysa er algjörlega nauðsynleg á þessum árstíma og þessi peysa er svo girnileg. Svo passar hún líka svona vel við svarta fataskápinn minn – sem sagt nauðsynleg! (Vero Moda 6.990.-)
Kjólaúrvalið í Vero Moda er með eindæmum gott fyrir þessi jólin. Allskonar stærðir, gerðir og hver öðrum fegurri. Þessi litli svarti er skotheldur og ef þú átt ekki einn slíkan skaltu sjá hvort þessi sæti og kynþokkafulli kjóll klæði þig ekki vel. (Vero Moda 3.990.- kr )
Það er fátt betra en að skella sér í þægilegar leggings og síða skyrtu/peysu yfir. Flott smáatriðin á þessum! (Vero Moda 3.990.-)
Mér finnst liturinn á þessari skyrtu mjög fallegur. Hann er svo mjúkur og sætur. Skyrtan er síðari að aftan en að framan sem gerir hana bara fullkomna. Spurning um að fara aðeins út fyrir þægindarramman (svörtu flíkunum) og fá sér eina svona fallega skyrtu fyrir jólin, nú eða setja hana óskalistann fyrir jólin. (Vero Moda 6.990.-)
Selected
Ókei… ég er ástfangin af þessari! Þessi peysa er bara of djúsí, of falleg og já bara of allt! Hrein dásemd sem kallar keyptu mig! Keyptu mig! (Selected 19.990.-kr )
Silkimjúk fegurð! Þennan kjól gæti ég vel hugsað mér og eiginlega vantar mig þennan fyrir jólin. Klassísk fegurð sem þú átt ár eftir ár og heldur sér alltaf eins. (Selected 29.900.-kr)
Þessar buxur!! Já ég sá þær áður en ég sá nokkuð annað á fataslánni. Þær eru mjúkar, þægilegar í mittið og svakalega fallegar. Það er sama munstur á þeim og peysunni hér rétt fyrir ofan og þessi lína gjörsamlega liggur! Must have!! (Selected 10.900.- kr)
Þetta er aðeins brot af óskalistanum mínum fyrir jólin því ég verð algjörlega sjúk á þessum árstíma í föt. Haust og vetrarlínur höfða mjög vel til mín enda hvað annað er hægt?!
Mæli með ferð í Kringluna og/eða Smáralindina og heimsókn í þessar fallegu búðir. Sjón er sögu ríkari! Takk fyrir mig Bestseller.
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.