Andrea lærði fatahönnun í Margrethe-skolen í Kaupmannahöfn og útskrifaðist þaðan árið 2009. Strax eftir útskrift opnaði hún verslunina Andrea boutique á Strandgötu í Hafnarfirði.
Áður en hún fór í hönnunarnám hafði Andrea starfað bæði sem hönnuður og innkaupastjóri en í dag rekur hún fyrirtækið Andrea Boutique ásamt manninum sínum honum Óla.
“Hann sér alfarið um reksturinn og teiknar öll printin okkar en hann er grafískur hönnuður en ég sé um hönnunina,” segir Andrea sem var fyrir skemmstu að senda frá sér nýja línu sem er mjög lífleg, litrík og mikið af fallegum mynstrum í gangi.
“Við erum mikið að vinna með ullarblöndur sem við látum prjóna fyrir okkur, eins erum við mikið með chiffon og jersey,” segir Andrea sem er líka hrifin af því hversu mikil gróska er í hönnunarlífi landans í dag:
“Það er svo gaman að sjá hvað við erum rík af hæfileikaríku fólki”
Kíktu á myndirnar hér að neðan af öllum þeim fallegu flíkum sem Andrea er að setja á markað núna. Það er ljóst að skvísurnar eiga eftir að sjást í þessum í vetur.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.