Haustlína Victoriu Beckham var sýnd á tískuvikunni í New York borg á sunnudaginn.
Victoria Beckham hefur komið sér í hóp stærstu hönnuða í heimi á stuttum tíma.
Þeir sem fylgjast með henni á instagram hafa líklega tekið eftir því að það hefur verið í nógu að snúast hjá henni undanfarna daga í tenglsum við uppsetningu og skipulagningu tískusýningarinnar.
Í öllu stússinu fékk frúin ansi krúttlegt bréf frá eiginmanninum og börnunum sem óskuðu henni góðs gengis…
Snúum okkur þó að tískusýningunni sjálfri…
_________________________________________________________________
Að vanda voru flíkurnar klassískar, nokkuð einfaldar í sniðum og klæðilegar.
Litapallettan er heldur ófjölbreytt, nánast eingöngu svört og hvít, þó með þessum örfáum undantekningum hér að ofan.
Keðjur eru áberandi aukahlutur á mörgum flíkum í línunni, mjög smart!
Hér eru svo tvær týpur af töskum úr nýju línunni.
Ég er ekki frá því að frú Beckham sé að komast í hóp minna uppáhalds hönnuða.
Eydís Halldórsdóttir er viðskiptafræðingur að mennt. Fædd og uppalin í Eyjum, hefur verið búsett í Reykjavík síðustu ár en býr nú í Barcelona þar sem hún stundar mastersnám og nýtur lífsins. Tíska og hönnun er hennar helsta áhugamál. Eydís er tvíburi samkvæmt speki stjarnanna, fædd í maí 1990. Mail: eydishalldors@gmail.com