Svart og hvítt er það sem koma skal fyrir næsta haust hjá HM, með örlitlu beige og stundum ljósu.
Línan sem sýnd var á tískuvikunni í París á dögunum fékk verulega góðar undirtektir enda stíllinn bæði klæðilegur og flottur og flestar ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Svo ekki sé minnst á þá staðreynd að við íslendingar elskum allt sem vel er svart.
Fyrirsæturnar klæddust kynþokkafullum hnéháum stígvélum og ekki er laust við að innblásturinn sé sóttur til Jane Birkin, Brigitte Bardot og villinganna í Velvet Underground sem gerðu garðinn frægann á 60’s árunum.
Smelltu á galleríið til að skoða myndir og kíktu á myndband frá sýningunni sem fór fram í París í síðustu viku…
[youtube]http://youtu.be/_zFOZhDfnaU[/youtube]
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.