Sumarið er rúmlega hálfnað og haustið nálgast óðfluga þrátt fyrir að lítið hafi farið fyrir þessu sumri okkar þetta árið. Með lækkandi sól og tölu á hitamælirnum breytist klæðaburðurinn og margir huga að endurskipulagningu í fataskápnum.
Haust og vetrartískan í ár einkennist af þægilegum, stílhreinum og látlausum fatnaði.
Það er ekkert heilagt þegar kemur að litum í tískuheiminum í dag. Öllum regnbogans litum sést bregða fyrir á tískusýningunum.
Þeir litir sem eru þó helst áberandi í hausttískunni eru eins og svo oft áður klassísku jarðlitirnir. Svartur og hvítur spila stórt hlutverk ásamt dökkbláum og gráum.
“Less is more”
Lítið um details og mjög klassískur klæðnaður sem hægt er að dressa upp og niður að vild.
Loðfeldir
Áfram verða loðfeldirnir í tísku. Þessu trendi hljóta flestir íslendingar að taka fagnandi. Að vera hámóðins en samt sem áður hlýtt á köldum vetrardegi… hentugt!
Stórar yfirhafnir
Í vetur þarf ekki að örvænta þó yfirhöfnin sem okkur langar í sé aðeins til tveim númerum of stór
Strákalúkkið
Steldu jakka af kærastanum… eða jafnvel buxum.
Dragtir
Dragtirnar koma sterkar inn aftur.
Litrík munstur
Björtu litirnir og skemmtilegu munstrin eru þó enn til staðar, enda allt leyfilegt.
Þrátt fyrir að fatnaðurinn sé með þægilegra móti og í víðara lagi þá er mittislínan í flestum tilfellum enn áberandi og þar af leiðandi flíkurnar kvenlegar og klæðilegar fyrir okkur konurnar. Víð yfirhöfn og þykkt belti um mittið… smart!
Eydís Halldórsdóttir er viðskiptafræðingur að mennt. Fædd og uppalin í Eyjum, hefur verið búsett í Reykjavík síðustu ár en býr nú í Barcelona þar sem hún stundar mastersnám og nýtur lífsins. Tíska og hönnun er hennar helsta áhugamál. Eydís er tvíburi samkvæmt speki stjarnanna, fædd í maí 1990. Mail: eydishalldors@gmail.com