Haustið er komið hjá bretunum líka og Next í Kringlunni er stútfull af fallegum vörum fyrir dömur, herra og börn sem taka mið af helstu tískutrendum komandi kósý missera.
Línurnar eru hreinar og sniðin bæði þægileg og ‘flatterandi’ fyrir kvenlegan vöxt að vanda, köflótta mynstrið og dýramynstur eru áberandi og hlýir litirnir eru í jarðartónum. Gallabuxur sem móta vöxt og ná vel yfir mittislínu eru vinsælar líkt og undanfarið enda gott að vera örugg um að mittislínan njóti sín.
Smelltu í gegnum galleríið en við tókum saman myndir af nokkrum flottum ‘átfittum’ frá Next sem taka mið af því sem er að gerast hjá stóru tískuhúsunum nema á frábæru verði eins og sjá má og stærðirnar eru almennt frá 6-18 sem er frábært að okkar mati því við erum jú allskonar.
Next er með betri leyndarmálum borgarinnar að mati Pjattrófanna enda leynast alltaf gersemar þar inn á milli og gæðin eru mikið betri en hjá t.d. H&M eða sambærilegum keðjum sem framleiða línur í takt við tóna sem gefnir eru af stóru risunum.
Skoðaðu galleríið til að sjá verð og fá góðar hugmyndir fyrir haustið og veturinn sem bíður hér handan við hornið.
Svo mælum við með að þú fylgist með NEXT á FB. Þær eru duglegar að setja inn nýjar vörur og svara ef maður spyr um eitthvað.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.