Það er eitthvað svo smart við flottan hatt en eins og myndirnar sýna getur góður hattur hreinlega gengið við allt. Hvort sem það er kjóll eða gallabuxur og bolur.
Ég persónulega fell alltaf fyrir flottum höttum.
Karlmenn með hatta eru virkilega sjarmerandi en það er því miður sjaldgæf sjón núorðið, að sjá menn með hatta á íslandi, það er bara eitthvað svo herramannslegt og töff við karlmann, sem er með góðan hatt á höfði.
Ef þig langar í hatt þá er gaman að rölta niður Laugaveginn og kíkja í nokkrar verslanir.
Það fást t.d. flottir herrahattar í herrafataverzlun Kormáks og Skjaldar, Þorsteini Bergmann, Spútnik, einnig er hægt að finna hatta í Selected femme/homme, Smáralind, Jack & Jones, Top Shop og Vero Moda.
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.