Alexander McQueen kemur skemmtilega út í sumar og vorlínunni 2016 með áhugaverðar áherslur á krosssaum.
Það er eins og Sarah Burton hafi verið að hugsa um gamla rokkabillý langömmu sem ákveður að láta allt gossa og sameinar töffaraskap og hannyrðir í einstakri hönnun. Þessi krosssaums-leðurjakki með því smartasta sem sést hefur síðustu misserin.
Blómamynstrin og tvíd draktin eru líka sérlega flott. Yfir það heila er vorið og sumarið 2016 bara ansi frísklegt frá tískuhúsinu sem yfirleitt hefur hælana þar sem aðrir eru með tærnar…
Talandi um hæla, taktu sérstaklega eftir skónum sem eru þarna í stíl við bæði kjól og jakka. Þvílík dress! Einstaklega fágað, flippað og flott… allt í senn. McQueen klikkar ekki.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.