Fallegu festarnar hennar Hlín Reykdal hafa slegið í gegn svo um munar hjá íslenskum konum. Nýlega festi ég kaup á slíkri festi um borð í einni af vélum Icelandair, nánar tiltekið hjá Sagashop sem eru að gera góða hluti þessa dagana þegar kemur að íslenskri hönnun og varningi.
Þessi fallega festi er með litlum ljósbleikum og gulltóna kúlum sem eru handmálaðar, hver og ein. Hægt er að hafa hana einfalda og síða eða tvöfalda og stutta.
Litirnir í festinni eru í miklu uppáhaldi hjá mér þessa dagana því það eru svipaðir litatónar og ég hef verið að nota í make-upinu mínu. Mér finnst alltaf dömulegt að vera í stíl án þess að mikið beri á, líkt og með skart og förðun. Þetta eru rómantískir og klassískir litir og jafnframt ómótstæðilega kvenlegir.
Sem íslensk kona geng ég yfirleitt alltaf í svörtu. Stundum í lit en undantekningarlaust er ég svartklædd að hluta til.
Því reyni ég að ganga með skart daglega, sérstaklega hálsfestar til að draga úr jarðafaraútlitinu. Yfirleitt tek ég ekki neinu ástfórstri við skartið mitt en þessa dagana fæ ég aðskilnaðarkvíða ef ég er ekki með nýju hálsfestina mína frá Hlín Reykdal. Hún er bara svo falleg og flatterandi.
Hér má finna nánari upplýsingar um Hlín Reykdal – festina og Saga Shop um borð Icelandair.
Mæli með því að kynna sér þetta dásamlega skart, hvort sem þig langar að gleðja sjálfa þig eða góða vinkonu.
Anna Margrét er fædd í Reykjavík árið 1987, en hefur alið manninn í Svíþjóð, Suður Ameríku og víðar.
Anna er krabbi, og þykja þeir hinir kátustu. Tíska, förðun, jafnrétti, skrif og ferðalög um Afríku eru nokkur af hennar áhugamálum.