Fyrirsæta fyrir nýja vorlínu Lindex er engin önnur en leikkonan Gwyneth Paltrow.
Innblástur fyrir hina nýju vorlínu Lindex ”Modern Preppy” er sóttur í sportlegan og afslappaðan lífsstíl austurstrandar Ameríku, Long Island og Hampton, sem mætir áhrifum frá Skandinavíu. Samsetningin skapar ferskt og nútímanlegt yfirbragð.
“Það er hreint út sagt frábært að Gwyneth Paltrow kemur fram fyrir okkar nýju vorlínu. Hún er tískufyrirmynd og þar að auki einkennandi fyrir hugtakið ”Modern Preppy” sem gerir hana fullkomna fyrir þetta hlutverk.” segir Johan Hallin, forstjóri markaðssviðs hjá Lindex.
Sjálf segist hún ekki myndu vilja kynna vörumerki sem hún myndi ekki sjálf klæðast í.
“Ég elska peysuna og stuttbuxurnar sem ég var mynduð í sem og buxurnar og jakkann-þetta eru föt sem ég er í daglega. Ég elska einnig rendur, sem eru í uppáhaldi hjá mér” segir Gwyneth Paltrow um línuna.
En hvað er ”Modern Preppy”.
Jú, lykilhlutir eins og blazerjakki, oxfordskyrtur, chinos-buxur og kaðlaprjónaðar peysur eru fullkomnaðir með pallíettum, gullhnöppum og óvæntum litasamsetningum. Klassískum litum er blandað saman við nýja, sterka vorliti eins og appelsínugulum og grasgrænum. Aðalmynstrin eru röndótt, köflótt og doppótt. Hugað hefur verið að minnstu smáatriðunum í hverri flík, jafnvel í fóðrinu sem undirstrikar lúxus tilfinningu klæðanna. Útlitið er svo fullkomnað með aukahlutum eins og stórum handtöskum, sandölum og skartgripum.
Hér er viðtal við Gwyneth þar sem hún segir frá sínum eigin stíl, hvernig hún skilur hugtakið Modern Preppy… og sitthvað fleira…
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=sVTtobuZrA4[/youtube]
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.