Söngkonan Gwen Stefani er búin að koma sér vel fyrir í tískubransanum með fatalínu sinni L.A.M.B. og hefur sú fatalína átt dyggan hóp aðdáenda.
Gwen á strákana Kingston og Zuma með breska tónlistarmanninum Gavin Rossdale og eru þeir eflaust töffuðustu strákarnir í Hollywood.
Gwen hefur tilkynnt að hana hafi alltaf dreymt um að hanna barnafatalínu sem er ofurkrúttleg og litrík. Skemmtilega fatalínu sem hentar börnum í leik og í anda þess sem finna má á götum í JAPAN.
Nú er hún búin að láta drauminn rætast með barnafatalínu sem hefur verið nefnd Harajuku Mini og er fyrir börn frá 6 mánaða til 16 ára. Þetta er öðruvísi barnafatalína m.a. flottir myndabolir, hettupeysur, renndar peysur, ballerínupils og ballerínuskór og verðin verða frá $4 – $30 (eða 500-4.000 ísl krónur). Línan er hönnuð fyrir Target keðjuna og fer inn í verslanirnar þrettánda nóvember.
Ég er orðin ofurspennt að sjá fatalínuna enda er Kingston sonur hennar lítill ofurtöffari í tauinu og á ég eflaust eftir að versla eitthvað úr fatalínunni fyrir litla guttan minn enda verðinu haldið í skefjum.
Spurning hvort vinkona hennar Gwen, hún Angelina Jolie, verði einn af hennar fyrstu viðskiptavinum? Það verður gaman að sjá Maddox, Sahara, Shiloh, Vivienne, og Knox í fatnaðinum úr smiðju Gwen.
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.