Sumarið verður heldur betur litríkt ef marka má sumar 2011 ‘collectionin’ frá til dæmis Miu Miu, Lanvin, Christian Dior og Jil Sander…
…Skærir litir bæði í fatnaði og förðun voru áberandi á pöllunum fyrir sumarið 2011. Bæði skærlitaðir kjólar og heil dress í mörgum mismunandi litum sáust.
Það er greinilega málið að blanda nokkrum mismunandi litum saman í eitt lúkk og vera pínu villt í förðun.
Til að mynda var förðunin hjá Christian Dior vægast sagt litrík en þar var rauðum varalit blandað saman við augnskugga í öllum regnbogans litum.
Happy happy happy!
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.