Sumarliturinn í ár hefur klárlega verið gulur og ‘túrkís’ að mínu mati. Til að mynda voru það einmitt þemalitirnir í ótrúlega smart
sumar-förðunar línu frá YSL. Svo ferskir og hressandi litir…
…Núna þegar ég hef verið að renna yfir nokkur haust ‘kollektion’ frá einhverjum af helstu tískuhúsum heims þá sýnist mér að guli liturinn verið áfram í haust og vetur. Tökum því fagnandi…svo sjúklega skemmtilegur litur.
Hér eru nokkrir hönnuðir sem vilja láta gula litinn skína í gegn um veturinn, hvort sem hann er skær eða meira pastel:
Sonya Rykiel, Jil Sander, 3.1 Philip Lim, Victoria Beckham, Phylosophy, Aqualano Rimondi, Etro, Michael van der Ham, Suno, Bottega Veneta, Chloé, Costume National, Giambattista Valli, Proenza Schouler, Gucci, Miu Miu, The Row og Blumarine.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.