Einu sinni gengu drottningar og prinsessur um hallirnar í kjólum sem voru skreyttir demöntum og smarögðum.
Nú tíðkast slíkir kjólar ekki lengur hjá kóngafólkinu sem geymir frekar steinana sína inni í vel lokuðum hirslum. Nú eða skellir þeim á höfuðið við góð tilefni. Hinsvegar geta tískudrottningar spókað sig í vel skreyttum kjólum með góðri samvisku og fatahönnuðir láta ekki sitt eftir liggja þegar kemur að því að útfæra kjóla með dásamlegum útsaumi og bróderíi. Útkoman er glamúruss fatnaður fyrir konur sem eru ekki hræddar við að skreyta sig…. bara smá spurning um verðmiðann?
Kíktu á þessar fallegu flíkur sem koma m.a. frá Alexander McQueen, Eli Saab og Kate Spade svo fátt eitt sé nefnt.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.