Söngdívan guðdómalega er andlit sumarlínu H&M árið 2013 en nýverið voru allar myndirnar af henni fyrir H&M birtar á netinu.
Myndirnar munu svo sjást á prentmiðlum og risa auglýsingaskiltum fram yfir sumarið en þær voru teknar á Bahama eyjum fyrr á þessu ári af Inez van Lamsweerde og Vinoodh Matadin.
Um leið og Beyoncé auglýsir H&M vekur hún athygli á tónleikaferð sinni sem fengið hefur nafnið: “Beyoncé as Mrs Carter in H&M”.
En kíktu hér á myndirnar að neðan sem lofa góðu… við verðum sætar eins og Beyoncé á sundlaugarbakkanum í sumar.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.