Þann 1. október síðastliðinn hélt BESTSELLER stóra og flotta tískusýningu í Listasafni Reykjavíkur í samstarfi við L’Oréal og Bleiku Slaufuna.
Rúmlega 1500 manns fylltu sali Listasafnsins og óhætt að segja að Bleika Boðið hafi náð góðu “starti” á bleika mánuðinn en markmið kvöldsins var að kynna Bleiku Slaufuna 2015 og hvetja fólk til þess að leggja góðu og brýnu málefni lið.
Tískusýningin var með heldur óhefðbundnu sniði en listrænn stjórandi hennar var Yesmine Olson.
Á sýningunni mátti sjá fatnað frá öllum verslunum BESTSELLER, Vero Moda, VILA, Jack&Jones, SELECTED og name it og var áhersla lög að á að sýna haust 2015 og það sem koma skal fyrir jólin.
Fram komu m.a. Páll Óskar, Íslenski Dansflokkurinn, Glowie, Sirkus Íslands, Bryndís Ásmundsdóttir og Amabadama – svo eitthvað sé nefnt.
Gestir og aðstandendur glöddust yfir því að sjá svo marga mætta til að vekja athygli á málefninu og allir voru sammála um að virklega vel hefði til tekist.
Á meðfylgjandi myndum má sjá brot af því besta úr tískusýningum kvöldsins en eins og sjá má á þessum myndum á grunge tískan gott comeback hjá Bestseller. Einnig er mikið um flotta hatta, ponsjóa og slár. Gott fyrir veturinn.
Í dag er svo Bleiki dagurinn og að því tilefni hafa verslanir Vero Moda og VILA gefið 10% af allri sölu þennan dag til Bleiku Slaufunnar. Ef þig vantar eitthvað fyrir kvöldið er um að gera að skjótast núna!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.