Í síðustu viku fór fram París couture fashion week. Þá gengu prúðbúnar fyrirsætur tískupallana og sýndu nýjustu línur franskra tískurisa.
Það voru þó ekki bara tískupallarnir sem skörtuðu prúðbúnu fólki því á götum Parísar mátti einnig sjá ansi skrautlegt fólk.
Nóg var að gera hjá ljósmyndurum að festa á filmu tískuþyrsta einstaklinga sem hlupu á milli tískusýninga. Tommy Ton er einn þessara ljósmyndara en hann er einmitt þekktur fyrir skemmtilegar street style ljósmyndir sem hann birtir meðal annars á bloggsíðunni sinni, Jak&Jil.
Hér að neðan má sjá myndir teknar af Tommy í síðustu viku í Parísarborg.
Eydís Halldórsdóttir er viðskiptafræðingur að mennt. Fædd og uppalin í Eyjum, hefur verið búsett í Reykjavík síðustu ár en býr nú í Barcelona þar sem hún stundar mastersnám og nýtur lífsins. Tíska og hönnun er hennar helsta áhugamál. Eydís er tvíburi samkvæmt speki stjarnanna, fædd í maí 1990. Mail: eydishalldors@gmail.com