Það kannast örugglega margir við fatahönnuðinn Christian Siriano en hann sigraði fjórðu seríu af vinsælu þáttunum Project Runway…
…Síðan hann varð þekktur hefur hann hannað nokkrar fatalínur sem hafa fengið prýðisdóma.
Hér fyrir neðan má sjá haust/vetrar línuna hans en hún er virkilega falleg að mínu mati. Það er gaman að sjá hvernig hann blandar saman ólíkum áferðum en til dæmis má sjá leður í bland við létt ‘chiffon’ efni.
Hans sterkasta hlið er þó klárlega kjólar en línan inniheldur nokkra dásamlega og dramatíska kjóla.
Smá ‘goth’ fílíngur yfir línunni og varirnar eru eins og litlar leðurblökur.
____________________________________________________________________________________________
Myndir fengnar að láni frá Style.com
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.