Það hefur líklega ekki farið fram hjá mörgum að Golden Globe hátíðin var haldin vestanhafs í gærkvöldi.
Eins og venja er bíða margir spenntir eftir því að fá að fylgjast með stjörnunum ganga rauða dregilinn prúðbúnar. Mikil eftirvænting var svo eftir sjálfri hátíðinni þar sem stöllurnar Tina Fey og Amy Poehler voru kynnar hátíðarinnar. Þær stóðu fyrir sínu og skemmtu gestum sem og áhorfendum heima í stofu af sinni alkunnu snilld.
Förum yfir best klæddu stjörnur gærkvöldsins. Hér eru toppsætin mín, 10 flottustu kjólarnir.
1. Emma Watson
Emma fær fyrsta sætið fyrir að vera öðruvísi og súper töff! Rauður Dior Couture kjóll sem hún klæðist, opin í bakið og dragtbuxur innan undir.
2. Jessica Chastain
Virkilega fallegur og klassískur kjóll úr smiðju Givenchy. Virkilega hrifin af munstrinu í kjólnum. Heildarlúkkið hennar Jessicu allveg upp á tíu!
3. Helen Mirren
Hún verður nú bara flottari með aldrinum. Gullfallegur Jenny Packham kjóll.
4. Margot Robbie
Margot klæddist Gucci kjól að þessu sinni. Smart kjóll með fallegu sniði og smáatriðum. Skórnir setja svo punktinn yfir i-ið í stíl við smáatriðin.
5. Lupita Nyong’o
Hárauður Ralph Lauren kjóll klæddi hana einstaklega vel
6. Caitlin Fitzgerald
Ég er rosalega skotin í þessum kjól – og litnum á honum! Kjóllinn er hannaður af Emiliu Wickstead. Caitlin hefði líklega verið hærra á mínum lista hefði hún valið aðra skó og annað veski við, ég bara er ekki allveg nógu sátt við heildarlúkkið. En kjóllinn – vá!
7. Cate Blanchett
Rómantískur blúndukjóll úr smiðju Armani. Skothelt val á kjól við þetta tilefni.
8. Þessar þrjár
Ég get bara ómögulega valið á milli þessara þriggja kjóla. Allir virkilega fallegir. Þeir eiga það sameiginlegt að vera poppaðir upp með pallíettum og glimmeri.
Kate Beckinsale – Suhair Murad Couture kjóll
Lily Rabe – Georges Hobeika kjóll
Mila Kunis – Cucci kjóll
9. Amy Poehler
Amy, annar kynnir kvöldsins mætti á rauða dregilinn klædd hönnun Stellu McCartney.
10. Amber Heard
Þessi kóngablái Atelier Versace kjóll finnst mér virkilega smart, þá sérstaklega bakhlutinn á honum.
Vonbrigðin
Vonbrigði gærkvöldsinser svo hin annars frábæra Jennifer Lawrence. Þessi Christian Dior kjóll var ekki að skora hátt, hvorki hjá mér né tískuspegúlerum út í heimi sýnist mér. Nokkrir hafa meira að segja líkt kjólnum við fátæklegan kjól Ariel úr Disney myndunum góðu.
Alltaf jafn gaman að fylgjast með prúðbúnum stjörnum á þessum stóru verðlaunahátíðum, ekki satt?
Eydís Halldórsdóttir er viðskiptafræðingur að mennt. Fædd og uppalin í Eyjum, hefur verið búsett í Reykjavík síðustu ár en býr nú í Barcelona þar sem hún stundar mastersnám og nýtur lífsins. Tíska og hönnun er hennar helsta áhugamál. Eydís er tvíburi samkvæmt speki stjarnanna, fædd í maí 1990. Mail: eydishalldors@gmail.com