Ég rakst á þessar dásamlegu töskur og sjöl á netinu fyrr í vikunni og er algjörlega heilluð!! Þvílíkur glamúrfílingur, algjört æði!
Línan heitir Brave og er hönnuð af Sonju Magnúsdóttur sem lærði fylgihlutahönnun í New York. Munstrin á töskunum og sjölunum eru arabísk og eru víða sjáanleg í íslömskum arkitektúr. Allar vörurnar eru handunnar með pallíettu útsaum! Ef þetta ratar ekki í jólapakkann minn…þá fer ég í jólaköttinn þetta árið!
Íslensk hönnun og pallíettur..gerist ekki betra! Annars getur þú kíkt nánar á þessa fegurð á Dusted.is

Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.